FYRIR GREIÐA VEGI

FYRIR SLÓÐA, STÍGA OG FJÖLL

INNAN BORGA OG BÆJA

Á MALAR- OG GRÓFUM VEGUM

ZERO RAFHJÓL

ZERO hefur eitt meginmarkmið, að skapa vitund meðal fólks um umhverfisvænan ferðamáta knúinn áfram af rafmagni. Þess vegna hófu þau framleiðslu á ZERO rafhlaupahjólalínunni sem hefur uppá að bjóða hagkvæm og öflug rafhlaupahjól. Hönnun, gæði og afköst einkenna ZERO rafhlaupahjólin og henta þau gríðarlega vel við íslenskar aðstæður.  Komdu, prófaðu og upplifðu gleðina! 

ZERO 8

Létt og lipurt

Zero 8 er búið 350W rafmótor og 10,4Ah rafhlöðu sem veitir hámarksdrægni allt að 30 km Dekk að framan er loftfyllt 8,5" að stærð en að aftan er gegnheilt 8" dekk. ZERO 8 er með tvöfalda vökvafjöðrun að aftan, það er búið baklýstum LCD skjá með áfastri inngjöf og usb tengi, sem gerir þér kleift að stinga símanum í hleðslu þegar farið er á milli staða.  
Zero 8 er gefið upp fyrir allt að 100 kg. manneskju. 
 
Zero 8 er rafhlaupahjól sem hentar mjög vel í bæjarsnattið, auðvelt er að leggja það saman og bera eins og tösku inn í næstu byggingu eða strætó. Það fer lítið fyrir því samanbrotnu og er hægt að koma því með lítilli fyrirhöfn á bak við hurð eða undir eða borð. Þá fer lítið fyrir því í hvaða farangursrými sem er en það er 17 kg.  
Stýrið er hæðarstillanlegt og einnig er hægt að leggja handföngin niður með stýrisstammanum til þess að það fari enn minna fyrir því í flutningi eða geymslu. Stigbrettið, sem er 49 x 21 sm, er strerklegt álbox sem hefur að geyma rafhlöðuna og rafstýringuna. Þá eru á því tvö LED-ljós sem lýsa fram á við og tvö aftur LED-ljós sem eru einnig bremsuljós og blikka þegar hemlað er. 

Zero 8 er skemmtilegt rafhlaupahjól sem hefur hlotið frábærar viðtökur á Íslandi. 

 

ZERO 8 PRO

Frábær fjöðrun

Zero 8 PRO er nýjasta rafhlaupahjólið frá Zero í Rafhjólasetri Ellingsen, en það er endurbætt útgáfa af hinu geysivinsæla Zero 8. Zero 8 PRO er búið öflugum 500W rafmótor og 15.6 Ah rafhlöðu sem dregur allt að 50 km. Þá svipar það til stóra bróður Zero, 10X, hvað varðar fjöðrun en það er búið góðri gormafjöðrun á báðum hjólum. Zero 8 Pro er með RFID lyklaaðgengi sem er kort sem lagt er að skynjara við ræsihnappinn til að gangsetja það. 
 
Rafhlaupahjólið fjaðrar vel, það er hátt undir það og því getur það tekist vel á við grófari undirlag t.d. malarstíga. Stýrið er hægt að aðlaga að hæð hvers og eins, auk þess er hægt að leggja handföngin niður með stýrisstammanum þegar rafhlaupahjólið er lagt saman, til að minna fari fyrir því í geymslu og flutningi. Zero 8 PRO er einungis 20 kg og er því mjög meðfærilegt þegar það er lagt saman og tekur lítið pláss þannig. 
 
Með tilkomu RFID lyklakortsins, sem borið er að baklýstum LCD skjánum, er ekki kleift að aka rafhjólinu ef það vantar sem eykur öryggi. Þá er auka stigbretti yfir afturhjóli með gati í gegn sem hugsað er fyrir hjólalás til að læsa rafhjólið tryggilega við fastan hlut. Stigbrettið, sem er 37 x 18 cm, er strerklegt álbox sem hefur að geyma rafhlöðuna og rafstýringuna Lýsingin er eins og á Zero 8 nema til viðbótar er komin LED borði upp eftir stýrisstammanum sem gefur frá sér skemmtilega lýsingu. 
 
Frábært rafhlaupahjól sem hentar vel fyrir íslenskt landslag og veðurfar. 

ZERO 9

Snöggt og sniðugt

Það er ekki ofsögum sagt að Zero 9 hafi tekið íslenska rafhlaupahjólamarkaðinn með trompi þegar það kom fyrst á markað á vormánuðum 2020. Þetta létta en öfluga rafhlaupahjól er búið 600W rafmótor og 13 Ah rafhlöðu sem dregur allt að 35 km. Zero 9 sker sig aðeins úr Zero línunni þar sem það er með lágu ástigi á stigbrettið og hefur því lágan þyngdarpunkt og gott jafnvægi. 
 
Stýrið er hæðarstyllanlegt og einnig er hægt að leggja handföngin niður með stýrisstammanum til þess að það fari enn minna fyrir því í flutningi eða geymslu. Stigbrettið, sem er 52 x 20 sm, er strerklegt álbox sem hefur að geyma rafhlöðuna og rafstýringuna. Þá eru á því tvö LED-ljós sem lýsa framá við og tvö aftur LED-ljós sem eru einnig bremsuljós og blikka þegar hemlað er. Auk þess eru LED strýpur framan á stýrisstammanum og undir stigbrettinu sitthvoru meginn sem gefur Zero 9 mjög líflegt og framúrstefnulegt yfirbragð. 
 
Ef þú ert að leita að handhægu, léttu (18 kg) og öflugu rafhlaupahjóli, sem fljótlegt og auðvelt er að pakka saman, til að skjótast í strætó með eða inn í hús - þá er þetta rafhlaupahjólið. Frábært til styttri og lengri ferða þar sem brekkur eru ekki vandmál fyrir 600W rafmótor Zero 9. 

ZERO 10X

Fyrir þá sem gera kröfur

Zero 10X er sterkbyggt og kröftugt rafhlaupahjól búið 2x 1000W rafmótorum í fram- og afturhjóli og 19 Ah rafhlöðu sem dregur allt að 60 km. Rafhlaupahjólið er búið öflugu gormafjöðrunarkerfi sem veitir frábæra fjöðrun á báðum hjólum. Til þess að ræsa rafhlaupahjólið þarf að nota lykil sem stungið er í lykilrofa í stýri.

Á Zero 10X eru þér nánast allir vegir færir það sem einstakt aldrif, fjöðrunarbúnaður og hátt undir lægsta punkt gerir þér kleift að vera ekki eingöngu á sléttu undirlagi eins og malbikuðum stígum, heldur líka á slóðum og malarstígum. Hægt er að kaupa aukalega 10" off-road dekk, negld eða ónegld, sem veitir þann möguleika að geta notað rafhlaupahjólið allan ársins hring í næstum hvaða veðri sem er. Á Zero 10X er hægt að leggja stýrið niður þannig að auðvelt er að koma því fyrir í skutbíl eða jeppa.

Baklýstur LED skjárinn sýnir þér hraða, kílómetra, stöðu rafhlöðu og hraðastig, sem eru þrjú. Skjárinn býður einnig upp á USB tengi þar sem hægt er að hlaða síman á meðan akstri stendur. Rammgert stigbrettið (49 x 23 sm) er rúmgott og hægt er að standa samsíða í báðar fætur. Einnig er sterklegt auka stigbretti sem kemur í litlum boga yfir afturhjól og gegnir mikilvægu hlutverki til að stjórna líkamsjafnvægi á rafhlaupahjólinu.

Hrikalega öflugt rafhlaupahjól sem skilar þér upp hefðbundinn halla á sama hraða og á jafnsléttu.

Hafðu samband

Okkur hjá Rafhjólasetri Ellingsen er mjög annt um að þú finnir rétta rafhjólið fyrir þig. Þér er alltaf velkomið að senda okkur línu á netfangið rafhjolasetur@ellingsen.is, hringja í síma 580 8500 eða koma við í verslunum okkar, tala við sérfræðinga og prófa rafhjólin.

Leita í versluninni

Algeng skilyrði