FYRIR GREIÐA VEGI

FYRIR SLÓÐA, STÍGA OG FJÖLL

INNAN BORGA OG BÆJA

Á MALAR- OG GRÓFUM VEGUM

Viðskiptaskilmálar

Skilmálar

Afhendingaskilmálar 

Rafhjólasetur Ellingsen er hluti af verslun Ellingsen sem rekin er af S4S ehf.  

Netverslun Rafhjólasetursins selur rafhjól, rafhlaupahjól, fylgihluti, aukahluti, varahluti og öryggisbúnað. 

Netverslunin býður fría heimsendingu á vörum keyptum á netinu, auk þess sem hægt er að velja að sækja í verslun. Þú velur vöru, setur í körfu, velur greiðslufyrirkomulag, greiðir og pöntunin er afgreidd um leið og færi gefst. Í kjölfarið af greiðslu færðu kvittun fyrir vörukaupunum í tölvupósti og þar með er kominn á samningur á milli þín og netverslun Rafhjólasetursins. Sé vara uppseld verður haft samband við þig hið fyrsta og þér boðin önnur vara eða full endurgreiðsla. Það tekur í flestum tilvikum 2-4 daga að fá vöruna í hendurnar eftir að pöntun er móttekin, en þó getur afgreiðsla á rafhjólum tekið allt að 6 daga þar sem þau þurfa samsetningu á verkstæði Rafhjólasetursins. Pantanir eru ekki sendar út um helgar. 

 

Upplýsingar um seljanda

Seljandi er S4S ehf., kt. 600509-0710, Guðríðarstíg 6-8, 113 Reykjavík. 
 

Verð

Öll verð í netverslun eru með 24% virðisaukaskatti (VSK). Vinsamlegast athugaðu að verð í netverslun geta breyst án fyrirvara, vegna rangra verðupplýsinga eða prentvillna.
 

Greiðslumöguleikar

Boðið er upp á að greiða með greiðslukorti í netverslun Ellingsen.
Hægt er að greiða með greiðslukortum frá Visa, Eurocard/Mastercard eða Amex.
Netverslun Ellingsen notar örugga greiðslugátt frá Borgun á Íslandi.

 

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Kaupandi hefur 14 daga til þess að hætta við kaup og er vara endurgreidd að fullu ef neðangreind skilyrði eru uppfyllt:
• Varan skal vera ónotuð.
• Vara skal vera í söluhæfu ástandi.
• Vara þarf að vera í upprunalegum umbúðum.
• Greiðslukvittun þarf að fylgja með sendingunni.
• 14 daga endurgreiðslufrestur hefst þegar varan er afhent skráðum viðtakanda.
Endursenda má vöru til Ellingsen að Fiskislóð 1, 101 Reykjavík eða skila henni í verslun okkar í Reykjavík eða Tryggvabraut 1-3 Akureyri.
Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema hann hafi fengið ranga eða skemmda vöru afhenta.
Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.
 

Senda beiðni fyrir skil á vöru

Höfundaréttur og vörumerki

Texti, grafík, lógó, myndir og allt efni á www.ellingsen.is eru eign Ellingsen ehf. Og er öll afritun og endurdreyfing bönnuð nema með skriflegu leyfi frá Ellingsen ehf. Ellingsen er skráð vörumerki í eigu Ellingsen ehf. Og ekki má nota það í tengslum við neina vöru eða þjónustu án skriflegs leyfis frá Ellingsen ehf.
 

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
 

Varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum.
 

Hafa samband

Velkomið er að hafa samband í gegnum netfangið netverslun@ellingsen.is eða í síma 580-8500 ef einhverjar spurningar vakna. 

Leita í versluninni

Algeng skilyrði