FYRIR GREIÐA VEGI

FYRIR SLÓÐA, STÍGA OG FJÖLL

INNAN BORGA OG BÆJA

Á MALAR- OG GRÓFUM VEGUM

Riese & Muller Nevo3

Nevo3, sportlegt og þægilegt.

Sérstök hönnun þess ásamt innbygðri rafhlöðu og öflugum rafmótor gerir Nevo3 að alvöru gersemi fyrir daglega notkun. Það vekur hrifningu er mikil hjólaþægindi og ánægjuleg umgengni við notkun þess, þökk sé lágu á- og afstígi yfir lágt stellið. Jafnvel lengri hjólaferðir eru ekkert mál, þökk sé möguleika á tveimur rafhlöðum sem státa samanlagt af allt að 1.125 Wh.


Sjáðu bara hvað þægindi geta verið sportleg

Hvort sem þú ert að hjóla, hlaða eða læsa því – þá er Nevo3 mjög þægilegt í allri umgengni. Bosch Performance Line CX rafmótorinn með 85 Nm togi tryggir snarpa hröðun og fjöðrunin í sætispípunni veitir þægilegan hjólareiðatúr. Lágt stellið gerir það auðvelt að stíga á og af hjólinu – breytir það engu þó að þú veljir tveggja rafhlöðu kostinn, þar sem seinni rafhlaðan er sett í bögglaberann. Hægt er að fjarlægja aðal rafhlöðuna úr stellinu með því að draga hana upp með einu handtaki. Að öðrum kosti er hægt að hlaða hana á þægilegan máta á hjólinu sjálfu í gegnum hleðslutengið sem er afar aðgengilegt.

None
None

Skjáir, frá einfaldleika til snjallra útfærsla

Við höfum þróað fastan samastað fyrir skjái rafhjólsins í stýrinu, óháð því hvaða skjáútfærslu þú velur af þessum þremur; Kiox skjá, Bosch snjallsímavöggu eða Nyon skjánum, allir þrír möguleikarnir eru fullkomlega niður njörfaðir í stýri þannig að kaplar eru ekki sjáanlegir. Hægt er að stilla stýrið – og þar með skjáinn í þann halla sem hentar knapa, hvort sem hann kýs þægilega eða sportlega ásetu og stöðu stýris. Staðalbúnaðurinn með Intuvia skjánum er einnig snyrtilega fyrirkomið ef hann verður fyrir valinu.

Sýnilegt og sérð vel

Skært og öflugt framljós Nevo3 eykur skyggnið í umferðinni til muna. Yfir daginn tryggir dagljósabúnaðurinn að þú sjáist mjög vel. Þegar rökkva tekur færðu bjartan og jafnan ljósgeysla sem lýsir upp leiðina, langt og vítt framá við. Ferðin á áfangastað verður upplýst og skær. Ef þú þarft að snarstoppa taka Magura diskabremsurnar hratt og örugglega við sér.

None
None

Klárt í flest

Með MIK böglaberakerfið er öll tösku- eða körfuáfesting fljótvirkari og öruggari. Þú getur einnig flutt aukafarangur á öruggan máta á böglaberanum sem er að framan (með eða án tösku). Ef þú ert oft á ferðinni á grófum stígum eða vegum geturðu valið GX útfærsluna sem býður upp á grófari heilsársdekk, breiðari pedölum og gripbetri handföngum á stýri. Ef þú þarft Rafhjól fyrir þyngra byrði, allt að 160 kg, þá er hægt að velja um ,,Heavy-Duty” pakkann sem uppfyllir slíkar kröfur.

Leita í versluninni

Algeng skilyrði