FYRIR GREIÐA VEGI

FYRIR SLÓÐA, STÍGA OG FJÖLL

INNAN BORGA OG BÆJA

Á MALAR- OG GRÓFUM VEGUM

TERN HSD

Sjáðu HSD línuna

Gríðarlega notadrjúgt þrátt fyrir ótrúlega smæð

HSD er öflugt en lítið: það er auðvelt í meðhöndlun, auðvelt að deila því með öðrum, mjög þægilegt að hjóla því, ber nánast allan farm - og allt þetta er í úthugsaðri hönnun sem er styttri en venjulegt reiðhjól.

Auðvelt í meðhöndlun

Hvort sem þú hjólar, geymir eða færir það um er HSD eins og fiður í höndum þínum. Það er styttra en venjulegt reiðhjól og þyngd þess er það sama og venjulegt rafhjól.

Barnið aftan á

Taktu barnið með. Sérstaklega langur Atlas H bögglaberi á HSD stuðlar að nógu hælarými og rými fyrir barnið þitt til að njóta útsýnisins frekar en að þétt pakkað upp að bakinu. Bögglaberinn tekur allt að 60 kg þyngd, svo þegar bættur er við hann réttur aukabúnaður fyrir farþega er HSD tilbúið fyrir fjölskyldumeðlimi.

 

Samanbrjótanlegt

Á aðeins 15 sekúndum er hægt að brjóta HSD saman í flatan pakka sem sem fer lítið fyrir aftur í bíl, jeppa eða í strætó.

Klárt í að draga

Þrátt fyrir smæð HSD er það engu að síður meðalstórt cargohjól með töluverða flutningsgetu. Hámarks heildarþyngd rafhjólsins er 170 kg og með Atlas H bögglabera í XL-stærð, getur það borið matvöru eða útilegubúnað helgarferð. Það er meira að segja með sérstakri kerrufestingu, svo hægt sé að draga kerru með aukafarmi.

Lóðrétt hjólastæði

Hægt er að endastinga HSD uppá rönd til að taka sem minnst pláss. Taktu það með í lyftu og legðu því inni í íbúðinni eða á vinnustaðnum - það þarf innan við 1/2 fermeter í gólfpláss.

 

Þægilegri hjólreiðar

Með lengra hjólhaf og sérstaklega lágan þyngdarpunkt er HSD mýkra og stöðugra en venjulegt rafhjól. Stillanlegur stýrisstammi ásamt hækkanlegu sæti fellur vel að Easy-Step stellhönnuninni og veitir þægilega upprétta ásetu fyrir bæði hærri og lægri knapa. Hægt er að demparagaffli og belgmeiri dekk til þess að líða þægilega um á grófum malarvegum.

Gleði deilt út daglega

Bestu hlutunum í lífinu er ætlað að deila og HSD er eitt af þeim. HSD rafhjólinu er breytt á nokkrum sekúndum til að það passi knöpum frá 150 til 195 cm þannig geta allir í fjölskyldunni - frá unglingum til afa og ömmu notið þess að hjóla á því. Easy-Step stellið er fínt og lágt til að auðvelda stillingar og samanbrot.

Sjálfvirk skipting

Nýja Enviolo AUTOMATiQ kerfið breytir öllu fyrir þig, svo þú getur haft minni áhyggjur og hjólað meira. Allt sem þú þarft að gera er að stíga pedalana. Það skiptir upp þegar þú hjólar hraðar frá kyrrstöðu og skiptir niður þegar þú kemur að rauðu ljósi. Stilltu skiptitíðnina að þínum þörfum í sjálfskiptikerfi Bosch Intuvia og láttu Enviolo sjá um rest.

* Útbúnaður á HSD S +

Skoða úrvalið smella hér

Leita í versluninni

Algeng skilyrði