FYRIR GREIÐA VEGI

FYRIR SLÓÐA, STÍGA OG FJÖLL

INNAN BORGA OG BÆJA

Á MALAR- OG GRÓFUM VEGUM

TERN GSD

Sjáðu nýju GSD línuna

Smár en knár og nýtist vel

Með 200 kg. heildarþyngd (með knapa og farangri) er GSD í stakk búið til að koma í staðinn fyrir bílinn þinn. Það gerir þér kleift að ferðast með tvö born auk innkaupavarnings til heimilisins – eða annan þungan farm, engu að síður er það svipað lang tog hefðbundið reiðhjól. Haganlega fyrirkomnum Tveimur rafhlöðum er haganlega komið fyrir í stelli, sem bíður þar með upp á þann möguleika að þú getir hjólað út í eitt, allan daginn. Útfærslan til sparnaðar á plássi eins og samfelling og endastunga rafhjólsins, þannig að það er geymt upp á endan gerir GSD ótrúlega auðvelt í allri notkun og umgengni.

Flytur fjölskyldu þína

Okkar hagkvæmi fylgihlutabúnaður fyrir farþega fellur vel að fjölskyldunni, bæði núna og eftir 5 ár. Vertu með tvö lítil í barnastólum og horfðu á þau vaxa inn í (og út úr) tjaldhýsið (e. Clubhouse). Bjóddu maka þínum far á stefnumótakvöld í skipstjórastólnum. Taktu mynd þann daginn sem unglingurinn þinn er orðinn nógu stór til að reiða þig.

Ein stærð fyrir alla (flesta)

GSD er hægt stilla þannig að flest fólk af mismundi stærðum geta notað það. Hægt er að stilla rafhjólið á nokkrum sekúndum og án verkfæra til að það passi knöpum sem eru 150 - 195 cm á hæð, svo það er ekkert mál að deila því með fjölskyldunni. Þessi möguleiki á stillingum þar sem brattinn á sætispípunni færir hnakkinn fjær stýri eftir því sem hann er hækkaður ásamt því að hækka stýrið, stuðlar ekki einvörðungu að því að rafhjólið passi fyrir hvern og einn, heldur er það líka þægilegra.

Klárt í flutninga

GSD er gert til að þóknast þér og þínum, líka allt dótið þitt. Okkar hagkvæmi fylgihlutabúnaður hefur að geyma mikið úrval af farmflutningsgræjum til að setja á rafhjólið sem er hannað til að halda farmi þínum öruggum og stöðugum án þess að þurfa að nota aftanívagn. Þú hefur ef til vill ekki pælt í því áður að nota rafhjól til að ná í matvörur, búnað til heimilisnota eða plöntur í garðinn þinn - en nú muntu ekki hugsa þig tvisvar um.

Auðvelt að hjóla á því

Sérstök hönnun GSD gerir það að verkum að það er mjög stöðugt að hjóla á því, sama hvað þú hefur á því (eða hversu börnin þín hreyfa sig mikið á ferð). Lágur þyngdarpunktur gerir jafnvel lágvöxnum og léttum knöpum kleift að stjórna rafhjólinu með þungum farmi þökk sé lágu yfir- og afstigi. Auk þess er auðveldara að stíga báðum fótum til jarðar þegar stoppað er.

Hjólað allan ársins hring

Að geta haldið börnunum þínum þurrum og hlýjum er lykillinn að ánægjulegri ferðum og færri kvörtunum. Nýja tjaldhýsið umbreytir GSD í frábæra lausn til að flytja unga farþega allt árið um kring.

LEARN MORE

Skotheldur

Það getur verið vandasamt fyrirtæki að setja þungan farm eða börn á og af rafhjólinu og því bjuggum við til tveggja arma Atlas standara. Hann er mjög traustur og stöðugur og læsist sjálfkrafa þegar hjólinu er stillt upp til farmhleðslu. Þegar þú leggur af stað þarf bara að taka í sveifina til að losa standarann og rúlla áfram.

Auðvelt að flytja

 

Við teljum að GSD muni fá þig til að skilja bílinn þinn eftir oftar en ekki. Samt koma tímar þar sem gott getur verið flytja GSD með bíl. GSD pakkar þú saman niður í þriðjung af rúmmáli sínu á örskotsstundu. Láttu GSD (eða tvö!) Aftur í smábíl eða lítinn jeppa

Fyrirferðalítið

Venjulegt reiðhjól tekur mikið gólfpláss og getur verið erfitt að geyma í litlum íbúðum eða rýmum , svo ekki sé nú talað um að koma því fyrir inni í lyftu. Við leystum þetta vandamál með því að hanna GSD á þann hátt að hægt væri að endastinga því uppá rönd, svo það tekur um það bil jafn mikið pláss og ein pottaplanta – t.d. jukka. Fullkomið fyrir litlar íbúðir og lyftur.

Traust og prófað

EFBE Prüftechnik GmbH, ein fremsta hjólaprófunarstofa Evrópu, hefur prófað GSD stellið og gaffal fyrir 200 kg þyngd með gríðarlega krefjandi prófunarstöðlum sem uppfylla nýja þýska staðla fyrir Cargo hjól.

Leita í versluninni

Algeng skilyrði