FYRIR GREIÐA VEGI

FYRIR SLÓÐA, STÍGA OG FJÖLL

INNAN BORGA OG BÆJA

Á MALAR- OG GRÓFUM VEGUM

Riese & Muller Load 75

Load 75. Enn meira rými fyrir frelsi þitt.

Finndu vindinn leika um hár þitt (sko undir hjálminum), njóttu hraðans, kvikrar stöðvunar og hratt af stað aftur. Taktu eins mikið með þér og þú þarft. Svona líður sjálfu frelsinu. Með lágum þyngdarpunkti og stóru vörufleti, þróað af tæknideild Riese & Müller, sameinar Load 75 frábæra hjólaeiginleika og stórt hleðslurými í magnað flutningarafhjól sem ekkert annað slíkt stenst snúning. Nýjasta útgáfa af Bosch Performance CX rafmótornum skilar af sér áður óþekktu afli út í hjól. Load 75 rafhjólið er mjög áreiðanlegt og vandað í alla staði, þökk sé vel völdum hágæða íhlutum.

 

None

Skemmtun og öryggi útiloka ekki hvort annað.

Að vísu hugsa ekki allir strax um skemmtun á tveimur hjólum þegar þú heyrir orðin „Cargo rafhjól“. En það viðhorf breytist þegar þú sest á Load rafhjólið og kynnist stjórntækni þess. Fjölhæfur undirvagninn og fínstillt fjöðrunin tryggir hámarks þægindi, öruggan akstur jafnvel á meiri hraða, framúrskarandi veggrip og þar með frábærir hjólaeiginleikar. Titringur og högg, eins og frá kvössum steinum eða kantsteinum, minnkar verulega og þú heldur fullkomlega um stjórnvölinn.

 

Það besta fyrir litlu börnin

Hægt er flytja allt að þrjú börn á þægilegan og öruggan á hátt í Load 75 rafhjólinu. Þau eru vel varin undir skjólgóðri hlíf þegar það er vot- eða kaldviðrasamt. Eitt barnanna snýr að knapa hjólsins en hin tvö snúa í hann baki og sitja á móti hjólakstursstefnu. Sérlega rúmgott fótaplássið kemur í veg fyrir að farþegarnir stappi um hvors annars tær og þannig tryggir það þeim afslappaðri hjólaferð.

None
None

Hámarks frelsi til flutninga

Með helmingi stærra farangursrými en er „litla“ Load hjólin, er hægt að koma öllum farmi fyrir og hjóla með hann á áfangastað. Hvort heldur sem er útilegubúnaður, viku innkaupin til heimilisins, flutningur barna eða efni, tæki eða tól fyrir viðskiptavini sé hjólið notað í atvinnuskyni. Það er hægt að koma nánast öllu fyrir í því án þess að það trufli örugga rásfestuna og hjólaeiginleikana. Lágur þyngdarpunktur, leyfð heildarþyngd allt að 200 kg, margir möguleikar á útfærslu til fluttninga og háþróuð stjórntækni gera Load 75 fullkomlega aðlögunarhæft að þínum óskum og kröfum. Þetta þýðir fleiri möguleikar og aukið frelsi. Semsagt flest allt sem þér dettur í hug.

 

Öryggisbúnaður

Skyggni ágætt

Ofurskæru Supernova M99 Mini Pro aðalljósinu, með háum og lágum geysla, býður upp á frábæra lýsingu í rökkrinu og eykur einnig sýnileika þinn á daginn. Ef þú þarft að stoppa skyndilega, tryggir einstaklega skær byrtan frá Supernova M99 bremsuljósinu öryggi þitt gagnvart þeim sem á eftir þér koma um leið og Tektro TRP C 2.3 farmbremsurnar snarstoppa hjólið. Öflugir stimpilarnir í bremsudælunum og þykkir bremsudiskarnir auka hemlunargetu hjólsins. Þetta tryggir öryggi þitt, jafnvel með þungum farmi og dregur jafnframt úr sliti á hemlahlutum hjólsins.

 

None
None

Skiptir sköpum fyrir vellíðan knapans

Þökk sé horn- og hæðarstillanlegum sætisstamma og stillanlegri hnakkhæð er hægt aðlaga sætisstöðu að knöpum frá 150 sm til 195 sm að hæð, ásamt því að stilla ásetu í annað hvort sportlega eða í þægilega stöðu. Hjólið er hægt að stilla fullkomlega að knapanum í örfáum einföldum skrefum. Þessi möguleiki gerir hjólið tilvalið fyrir samnýtingu, til dæmis innan fjölskyldu.

 

Leita í versluninni

Algeng skilyrði