FYRIR GREIÐA VEGI

FYRIR SLÓÐA, STÍGA OG FJÖLL

INNAN BORGA OG BÆJA

Á MALAR- OG GRÓFUM VEGUM

Riese & Muller Charge3 Mixte

Charger3 Mixte, ljóslifandi hjólreiðar

Hvort sem um daglega notkun eða útivistar hjólreiðar er að ræða, býr Charger3 Mixte hjólið yfir sterklegu stelli með aðeins niðursveigðri efri slá og góðri fjöðrun í framgafli og sætispósti, ásamt nýjustu kynslóð af rafmótor frá Bosch sem gerir það að fyrirtaks rafhjóli til daglegs brúks. Þökk sé snjöllum smáatriðum, björtum dagljósabúnaðinum sem einnig lýsir skærum ljósgeisla í myrkri er rafhjólið fullkomið til að hjóla í hvaða veðri sem er - og hægt er að leggja því úti við á auðveldan máta. Fyrir þá sem kjósa að komast lengra á hleðslunni, þá er DualBattery 1125 góður valkostur sem býður upp á allt að 150 kílómetra drægni á einni hleðslu.

Léttir leggina og gleður augað

Þetta er allt í stellinu, virkilega hagnýt hönnun með einstökum útlínum, öllum snúrum og köplum haganlega fyrir komið, þar með talin 500 Wh rafhlaðan. Það gleymist auðveldlega við fyrstu sýn að um rafhjól sé að ræða, þar sem allt fellur fullkomlega inn í heildarmyndina. Hægt er að velja um 625 Wh innbyggða rafhlöðu. Ef það er ekki nóg fyrir þig getur þú valið að hafa tvær rafhlöður sem gefa 1125 Wh samanlagt, þar sem 500 Wh viðbótar rafhlöðunni er komið fyrir í neðri stellpípunni.

None
None

Getur dimmu í dagsljós breytt

Öflugt aðalljósið á Charger3 er skínandi skært og eykur þannig sýnileika þinn í umferðinni. Á daginn tryggir dagljósabúnaðurinn að þú sjáist enn betur en bara í myrkrinu, þar sem skær og jöfn lýsingin vísar veginn. Aðvífandi umferð fer ekki varhluta af því. Ef þú þarft að stoppa snögglega þá grípa Magura diskabremsurnar kirfilega inn í.

Umbreytir ,,þvottabretti” í slétt malbik

Holóttir vegir og stígar leynast víða, meira að segja í þéttbýlinu.  Malarstígar, ,,þvottabretti”, litlar holur eða sprungur í malbikuðum stígum geta auðveldlega tafið för. Fjaðrandi sætispóstur og næmur demparagaffallinn bjóða upp á svo mikla þægindi að þú finnur vart fyrir ójöfnu undirlagi.

None
None

Skjáir, frá einfaldleika til snjallra útfærsla

Við höfum þróað fastan samastað fyrir skjái rafhjólsins í stýrinu, óháð því hvaða skjáútfærslu þú velur af þessum þremur; Kiox skjá, Bosch snjallsímavöggu eða Nyon skjánum, allir þrír möguleikarnir eru fullkomlega niður njörfaðir í stýri þannig að kaplar eru ekki sjáanlegir. Hægt er að stilla stýrið – og þar með skjáinn í þann halla sem hentar knapa, hvort sem hann kýs þægilega eða sportlega ásetu og stöðu stýris. Staðalbúnaðurinn með Intuvia skjánum er einnig snyrtilega fyrirkomið ef hann verður fyrir valinu.

Tilbúið í hvað sem er

Með MIK böglaberakerfið er öll tösku- eða körfuáfesting fljótvirkari og öruggari. Þú getur einnig flutt aukafarangur á öruggan máta á böglaberanum sem er að framan (með eða án tösku). Ef þú ert oft á ferðinni á grófum stígum eða vegum geturðu valið GX útfærsluna sem býður upp á grófari heilsársdekk, breiðari pedölum og gripbetri handföngum á stýri. Ef þú þarft Rafhjól fyrir þyngra byrði, allt að 160 kg, þá er hægt að velja um ,,Heavy-Duty” pakkann sem uppfyllir slíkar kröfur.
None

Leita í versluninni

Algeng skilyrði