FYRIR GREIÐA VEGI

FYRIR SLÓÐA, STÍGA OG FJÖLL

INNAN BORGA OG BÆJA

Á MALAR- OG GRÓFUM VEGUM

UM OKKUR

Ellingsen er útivistaverslun fyrir alla fjölskylduna þar sem fólk getur gengið að góðri þjónustu og vöruúrvali. Rafhjólasetur Ellingsen var opnað árið 2020 og er eitt stærsta rafhjólasetur landsins, markmið þess er að vera leiðandi í sölu og þjónustu rafhjóla á Íslandi. Rafhjólasetur Ellingsen hefur fengið gott pláss inni í versluninni og í byrjun árs 2021 eru vörumerki rafhjólanna orðin 9 talsins, og mun þeim fjölga enn frekar á árinu.

Rafhjólaverkstæðið er á efri hæð Ellingsen í Reykjavík og er allt hið glæsilegasta. Aðstaðan er sérsniðin að rafhjólum og starfsfólkið sérþjálfað. Vöruúrval varahluta er mjög gott og er markmiðið að vera með alla helstu varahluti á lager.

Þá erum við með mikið úrval aukahluta sem tilheyra rafhjólum, allt frá sumar- og vetrardekkjum í ýmsan búnað t.d. hjálma, ljós, barnavagna ofl. Á árinu 2021 mun úrval aukahluta aukast enn frekar þegar vörulína af fatnaði og öryggisbúnaði kemur í sölu.

Hjá Ellingsen fæst að auki allur helsti fatnaður sem þarf til að halda sér heitum og þurrum, ullarfatnaður, vatnsheldar skeljar, flísfatnaður, vettlingar, húfur, buff osfrv.

---

Verslunin Ellingsen var stofnuð árið 1916 af Othar Ellingsen og var meginhlutverk fyrirtækisins sérhæfing í sölu á veiðarfærum og öðru því sem tengdist útgerð, en í seinni tíð eða frá árinu 1990 var áherslum í verslun breytt í að selja útivistarvörur.

Þáttaskil urðu í rekstrinum árið 1999 er Ellingsen-fjölskyldan seldi allt hlutafé til Olíuverzlunar Íslands. Í lok ársins 2001 var ákveðið að sameina rekstur Ellingsen móðurfyrirtækinu, Olíuverzlun Íslands. Á sama tíma var hafin endurskipulagning á þjónustu við sjávarútveginn og var því ákveðið að skilja útgerðarþjónustuna frá Ellingsen og færa hana undir sölusvið Olís.

Olís hafði í mörg ár rekið verslun undir nafninu Olís-búðin en við kaup á Ellingsen var ákveðið að sameina þessar verslanir undir nafni Ellingsen. Olís-búðin hafði sérhæft sig í sölu og þjónustu á gas- og útivistarvörum og féll því vel að vöruvali Ellingsen. Árið 2005 keypti Olíuverzlun Íslands hf. Evró sem í mörg ár hafði verið leiðandi í sölu ferðavagna og -tækja á Íslandi. Til að styrkja reksturinn enn frekar var ákveðið að kaupa Útivist og veiði, J. Vilhjálmsson, Sjóbúðina og Veiðiland, en með sameiningu þessara fyrirtækja er Ellingsen í dag stærsta útivistarverslun á Íslandi.

Árið 2017 keypti S4S ehf, verslun Ellingsen og síðan þá hafa orðið miklar breytingar á versluninni.

Ellingsen er í dag útivistaverslun fyrir alla fjölskylduna þar sem fólk getur gengið að góðri þjónustu og vöruúrvali. Rafhjólasetur Ellingsen var opnað árið 2020 og fer ört stækkandi.

Verslanir Ellingsen eru í Reykjavík, á Akureyri auk vefverslunarinnar www.ellingsen.is.

Fiskislóð 1 - 101 Reykjavík - S: 580-8500 - F: 580-8501

Óseyri 4 - 600 Akureyri - S: 460-3630 - F: 461-1179

Leita í versluninni

Algeng skilyrði