FYRIR GREIÐA VEGI

FYRIR SLÓÐA, STÍGA OG FJÖLL

INNAN BORGA OG BÆJA

Á MALAR- OG GRÓFUM VEGUM

FJÖLSKYLDU- & FLUTNINGSRAFHJÓL

TERN fjölskyldurafhjól

Hjá Tern kappkostum við að vinna að uppbyggingu sjálfbærar framtíðar sem grundvallast á því að reiðhjólið sé fullkomið og fullnægjandi ökutæki - sem er lykilatriði í okkar framtíðarsýn. Sérhver framkvæmd sem við byggjum á má rekja til þessara grundavallar gilda.

Smár en knár og nýtist vel

Með 200 kg. heildarþyngd (með knapa og farangri) er GSD í stakk búið til að koma í staðinn fyrir bílinn þinn. Það gerir þér kleift að ferðast með tvö born auk innkaupavarnings til heimilisins – eða annan þungan farm, engu að síður er það svipað lang tog hefðbundið reiðhjól.

Barnið aftan á

Taktu barnið með. Sérstaklega langur Atlas H bögglaberi á HSD stuðlar að nógu hælarými og rými fyrir barnið þitt til að njóta útsýnisins frekar en að þétt pakkað upp að bakinu. Bögglaberinn tekur allt að 60 kg þyngd, svo þegar bættur er við hann réttur aukabúnaður fyrir farþega er HSD tilbúið fyrir fjölskyldumeðlimi.

Hægt er að fá fjölmarga fylgi- og aukahluti með Tern rafhjólum

Riese & Müller fjölskyldu- og flutningsrafhjól

Riese& Müller hefur fundið upp hjólið aftur – aftur og aftur. Með puttana á púlsinum hefur stöðugt verið sótt fram til þess að skila frá sér framúrskarandi rafhjólum. Fyrir íþróttamenn, ferðamenn, fjölskyldur, hjólaferðalanga, iðnaðarmenn og alla sem einfaldlega dýrka hjólreiðar. Það er ekkert sem heitir eitt rafhjól fyrir alla, en fyrir alla er samt eitt rafhjól rétt. Og til þess að finna hið fullkomna rafhjól á fljótlegan hátt getur þú síað rafhjólin okkar út eftir þínum þörfum

Það besta fyrir litlu börnin

Hægt er flytja allt að þrjú börn á þægilegan og öruggan á hátt í Load 75 rafhjólinu. Þau eru vel varin undir skjólgóðri hlíf þegar það er vot- eða kaldviðrasamt. Eitt barnanna snýr að knapa hjólsins en hin tvö snúa í hann baki og sitja á móti hjólakstursstefnu. Sérlega rúmgott fótaplássið kemur í veg fyrir að farþegarnir stappi um hvors annars tær og þannig tryggir það þeim afslappaðri hjólaferð.

Sportlegt og þægilegt.

Sérstök hönnun þess ásamt innbygðri rafhlöðu og öflugum rafmótor gerir Nevo3 að alvöru gersemi fyrir daglega notkun. Það vekur hrifningu er mikil hjólaþægindi og ánægjuleg umgengni við notkun þess, þökk sé lágu á- og afstígi yfir lágt stellið. Jafnvel lengri hjólaferðir eru ekkert mál, þökk sé möguleika á tveimur rafhlöðum sem státa samanlagt af allt að 1.125 Wh.

Ljóslifandi hjólreiðar

Hvort sem um daglega notkun eða útivistar hjólreiðar er að ræða, býr Charger3 hjólið yfir sterklegu stelli með góðri fjöðrun í framgafli og sætispósti, ásamt nýjustu kynslóð af rafmótor frá Bosch sem gerir það að fyrirtaks rafhjóli til daglegs brúks. Þökk sé snjöllum smáatriðum, björtum dagljósabúnaðinumsem einnig lýsir skærum ljósgeisla í myrkri er rafhjólið fullkomið til að hjólaí hvaða veðri sem er - og hægt er að leggja því úti við á auðveldan máta. Fyrir þá sem kjósa að komast lengra á hleðslunni, þá er Dual Battery 1125 góðurvalkostur sem býður upp á allt að 150 kílómetra drægni á einni hleðslu.

Leita í versluninni

Algeng skilyrði