FYRIR GREIÐA VEGI

FYRIR SLÓÐA, STÍGA OG FJÖLL

INNAN BORGA OG BÆJA

Á MALAR- OG GRÓFUM VEGUM

ÖRYGGISATRIÐI

 

Öryggisatriði 

 • Ávallt skal nota öryggisvottaðan hlífðarbúnað við hjólreiðar. 
 • Hægja skal á rafhjólinu þegar farið er niður brekkur, yfir gangbrautir, upp á kanta eða þegar hjólað er á ójöfnu yfirborði. 
 • Ávallt skal yfirfara rafhjólið fyrir notkun, athuga loftþrýsting í dekkjum og hvort bremsur virki sem skyldi, til að gæta fyllsta öryggis. 
 • Ekki skal aka rafhjólinu undir áhrifum áfengis eða vímuefna. 
 • Það er á ábyrgð notanda að þekkja og fylgja reglum um notkun hjólsins. 
 • Fylgja skal umferðarreglum í hvívetna. 

    

   Umferðarreglur 

   Í umferðarlögum er þess getið að hjól með stig- eða sveifarbúnaði, búið rafknúinni hjálparvél þar sem samfellt hámarksafl er allt að 0,25 kW og afköstin minnka smám saman og stöðvast alveg þegar hjólið hefur náð hraðanum 25 km á klst. eða fyrr ef hjólreiðamaðurinn hættir að stíga hjóliðfalli undir flokkinn reiðhjól. Flest öll rafhjól og rafhlaupahjól sem fást á íslandi falla undir þessa skilgreiningu og eru því ekki skráningarskyld.  

   Mikilvægt er að hafa í huga að ef innsigli er rofið, eða átt er við rafhjólið þannig að það fari upp fyrir tiltekinn hámarkshraða á rafmótor fellur það ekki lengur undir þennan flokk. Lendi slíkt rafhjól í einhverskonar umferðaróhappi geta tryggingafélög firrað sig allri ábyrgð á skaðabótaskyldu auk þess sem ökumaður (hjólareiðamaður) getur verið sóttur til saka og gert að bera allan kostnað vegna óhappsins.  

   Sjá góða samantekt á létt rafknúnum farartækjum.  

    

    

    

   Leita í versluninni

   Algeng skilyrði