FYRIR GREIÐA VEGI

FYRIR SLÓÐA, STÍGA OG FJÖLL

INNAN BORGA OG BÆJA

Á MALAR- OG GRÓFUM VEGUM

ÁBYRGÐ

 

Ábyrgðarskilmálar S4S ehf 

Ábyrgð vegna galla er í samræmi við neytendalög (lög nr. 48/200). Ef neytandi leggur ekki fram kvörtun innan tveggja ára frá þeim degi er hann veitti söluhlut viðtöku getur hann ekki borið gallann fyrir sig síðar. 

S4S ehf ábyrgist að varan sé laus við galla á efni og við vinnu, í samræmi við eftirfarandi skilmála og skilyrði: 

Ef galli kemur upp í vöru, skal tilkynna það eins fljótt og auðið er. Ef hjólið reynist ekki gallað við nánari athugun eða ekki er um að ræða ábyrgðarviðgerð greiðir kaupandi skoðunargjald í samræmi við verðskrá verkstæðis. 

Ef til úrlausnar ábyrgðar kemur mun S4S ehf bjóða eftir atvikum, viðskiptavini upp á viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. 

Í öllum tilvikum er fyrst kannaður möguleiki á viðgerð. 

Ef innsigli er rofið, eða átt er við rafhjólið þannig að það fari upp fyrir tiltekinn hámarkshraða á rafmótor fellur ábyrgðin úr gildi.  

Að gefnu tilefni mun Ellingsen ekki selja rafhlöður, hleðslutæki og lykla fyrir rafhjól og rafhlaupahjól til viðskiptavina nema fyrir liggi kaupnóta eða önnur sönnun fyrir kaupum rafhjólsins. 
 

Ábyrgðin nær til upphaflegs kaupanda vörunnar og hvern þann sem kaupir hana þar á eftir, innan ábyrgðartíma. Skilyrði er fyrir afriti af ábyrgðarskírteini eða kaupnótu. 

 

Ábyrgðartakmörkun 

Ábyrgð framleiðanda/söluaðila nær ekki til: 

 • slits vegna eðlilegrar notkunar 
 • slits á hjólbörðum, rafhlöðu og snertiflötum vegna eðlilegrar notkunar 
 • bilunar vegna rangrar eða illrar meðferðar á tæki 
 • bilunar þegar búið er að opna tækið eða eiga við það án þess að Rafhjólaverkstæði Ellingsen hafi haft umsjón yfir verkinu eða samþykkt það 
 • bilunar eða skemmda vegna óviðeigandi geymslu (sjá kafla um umhirðu og viðhald)  

  Eðlilegt getur verið að endurnýja þurfi rafhlöður, dekk, bremsur og aðra slitfleti fyrir lok vélbúnaðarábyrgðar, allt eftir notkun og umhirðu.  

  Leita í versluninni

  Algeng skilyrði