FYRIR GREIÐA VEGI

FYRIR SLÓÐA, STÍGA OG FJÖLL

INNAN BORGA OG BÆJA

Á MALAR- OG GRÓFUM VEGUM

Riese & Muller Load 75

Þetta Riese & Müller Load 75 var tekið til kostanna á smá rúnti um miðbæinn í gær. Hér er um einstaklega skemmtilegt Cargo rafhjól að ræða sem á uppruna sinn í Þýskalandi. R&M Load 75 er búið Bosch Cargo Line Cruise (Gen4) rafmótor sem togar 85 nm og rafhlaðan er Bosch PowerPack 500 Performance, 36 V, 13,4 Ah/500Wh. Þá er hjólið búið Nyon snjallskjá, einnig frá Bosch.
Load 75 kom skemmtilega á óvart í þessari stuttu ferð og þá sérstaklega lágur þyngdarpunktur sem býður upp á gott jafnvægi. Tilfinningin að hjóla þessu 245 cm langa og 37,1 kg þunga rafhjóli er sérstakt en skemmtilegt, fyrir það fyrsta þá þarf að hugsa fyrir lengdinni fram á við í öllum beygjum þar sem eru þrengsli. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbroti er þetta eins og að horfa fram eftir skipsstefni þar sem stýrishúsið er staðsett aftarlega. Engu að síður vandist það furðu fljótt að hjóla Load 75. Ég var því miður ekki með neinn farangur í boxinu til þess að meta hvort mikill munur væri á hjólaeiginleikum með þungu fargi eða án. En þess má geta að uppgefin hleðsluþyngd með knapa er 200 kg.
Þegar geyst var upp Túngötubrekkuna mátti ekki miklu muna að það þyrfti að halda í bremsuhandföngin til að hemja viljan, enda var þessi brekka engin hindrun fyrir 85 nm Bosch rafmótorinn. M.v. þá þróun sem á sér stað í samgöngumálum borgarinnar þá er Riese & Müller Load 75 klárlega góður kostur fyrir smærri flutninga hjá fyrirtækjum og stofnunum. Einnig er hægt að panta cargo hjólið með allt að 3 sætum fyrir yngstu kynslóðina og nýtist því einnig vel sem fjölskylduhjól.
Riese & Müller rafhjólin eru "high-end" hjól og er vandað til verka í allri smíði þeirra ásamt því að allir íhlutir eru af bestu gerð. Fyrir utan þetta Load 75 hjól eru einnig komin í Rafhjólasetur Ellingsen R&M Charger3, Charger3 Mixte og Nevo3 sem eru öll City/Touring hjól. Sjón er sögu ríkari 🙂

Leita í versluninni

Algeng skilyrði